Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 13:46 Í apríl fjölgaði starfandi í ferðaþjónustu milli ára um 350 manns. Vísir/Vilhelm Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira