Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 09:31 Þorbjörg Sigríður veltir því fyrir sér hverjar afleiðingar vantrauststillögunnar verði og hennar spá er að öllu verði sópað af borðinu og fólk flýti sér í sumarfrí. vísir/vilhelm Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira