Lögreglustjórar og dómarar mótmæla launafrumvarpi Bjarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 06:51 Páley Borgþórsdóttir er formaður Lögreglustjórafélagsins. Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna landsins og segja ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og gilda um kjörna fulltrúa. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira