Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 18:43 Enn þurfa NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið en Rutte er nú eini frambjóðandinn til framkvæmdastjóra NATO. Vísir/EPA Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí. NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí.
NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37