Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2024 12:06 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, setur mikla fyrirvara við greiningu á langtímaspám en telur þó að heldur kalt loft verði yfir landinu á næstu vikum. vísir/gva Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira