Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:02 Ammoníak getur verið afar hættulegt og því þurftu slökkviliðsmenn að klæðast sérstökum búningum í dag. Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum. Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum.
Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26
Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent