Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 20:00 Rauða djöflarnir leika sína heimaleiki alla jafnan á King Baudouin leikvanginum í Brussel. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum. Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er. Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er.
Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira