Aukin sala áfengis ógnar grundvallarmarkmiðum lýðheilsu Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 17:31 Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar