Byggðakvótakerfið úr sér gengið Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 13:34 Um það bil 50 þúsund þorskígildistonnum er úthlutað með byggðakvóta. Vísir/Vilhelm Gera þarf veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta eigi hann að vera starfræktur áfram. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti. Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti.
Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira