„Breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 13. júní 2024 19:51 Ingibjörg Sólrún flotti ræðu í tilefni dagsins. Vísir/Einar Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því Reykjavíkurlistinn bauð fyrst fram og vann sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Margir sem komu að stofnun framboðsins komu saman til fagnaðar og málþings til að minnast þessa í Ráðhúsinu í dag. Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira