Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 15:19 Ellý Katrín ásamt Magnúsi Karli eiginmanni sínum. vísir/egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur, fyrrverandi borgarritari og sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, er látin. Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Svo eitthvað sé nefnt. Ellý hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý Katrín var fædd 1964 er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún var lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC áður en hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem hún stýrði fyrst umhverfis- og samgöngumálum. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni sem greinir frá fráfalli hennar á Facebook-síðu sinni og gerir það á afar hjartnæman hátt. „Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir.“ Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins aðeins 51 árs en ákvað þá þegar að ræða um sjúkdóminn, að hann lægi ekki í þagnargildi. Magnús og Ellý hafa verið einstaklega opinská varðandi veikindin þannig að aðdáunarvert má heita. Magnús segir að kveðjustundin hafi verið jafn falleg og allt hennar líf. „Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“ Þá greinir Magnús frá því að Ellý hafi talað um Alzheimer, hún hafi haldið áfram að lifa með sjúkdóminn og með gleði í hjarta. Og Magnús brýnir mikilvægi meðvitundar og opinskárrar umræðu um þennan sjúkdóm sem virðist vera hafa verið að færast í aukana hvort það tengist því að þjóðin hafi verið að eldast og/eða hvort aðrir hlutir komi þar til. „Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjölskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“ Ellý lætur eftir sig auk eiginmanns tvö börn. Þau eru Ingibjörg (doktorsnemi við HÍ) en sambýliskona er Beatrice Eriksson (félagsráðgjafi) og eiga þær 2 vikna son, Almar Elí og Guðmundur sem er fatahönnuður. Andlát Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ellý hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý Katrín var fædd 1964 er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún var lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC áður en hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem hún stýrði fyrst umhverfis- og samgöngumálum. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni sem greinir frá fráfalli hennar á Facebook-síðu sinni og gerir það á afar hjartnæman hátt. „Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir.“ Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins aðeins 51 árs en ákvað þá þegar að ræða um sjúkdóminn, að hann lægi ekki í þagnargildi. Magnús og Ellý hafa verið einstaklega opinská varðandi veikindin þannig að aðdáunarvert má heita. Magnús segir að kveðjustundin hafi verið jafn falleg og allt hennar líf. „Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“ Þá greinir Magnús frá því að Ellý hafi talað um Alzheimer, hún hafi haldið áfram að lifa með sjúkdóminn og með gleði í hjarta. Og Magnús brýnir mikilvægi meðvitundar og opinskárrar umræðu um þennan sjúkdóm sem virðist vera hafa verið að færast í aukana hvort það tengist því að þjóðin hafi verið að eldast og/eða hvort aðrir hlutir komi þar til. „Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjölskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“ Ellý lætur eftir sig auk eiginmanns tvö börn. Þau eru Ingibjörg (doktorsnemi við HÍ) en sambýliskona er Beatrice Eriksson (félagsráðgjafi) og eiga þær 2 vikna son, Almar Elí og Guðmundur sem er fatahönnuður.
Andlát Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira