Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 15:00 Lögreglan fór á sautján staði á höfuðborgarsvæðinu og ræddi þar samtals við 26 einstaklinga. Vilhelm/Getty „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali. Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali.
Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04