Rannsaka kynferðisbrot en ekki innbrot Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 18:21 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild segir engum haldið lengur í gæsluvarðhaldi en nauðsynlegt sé. Vísir/Vilhelm Réttargæslumaður konu sem kært hefur kynferðisbrot um borð í skipinu Polar Nanoq, Áslaug Lára Lárusdóttir, segir staðhæfingar útgerðarstjóra Sigguk A/S um að rannsókn lögreglu snúi að innbroti um borð í Polar Nanoq alrangar. Lögregla rannsaki kynferðisbrot, ekki innbrot. „Það sem við erum með rannsóknar er kynferðisbrot. Ég veit ekki til þess að það sé verið að rannsaka neitt innbrot sem er þessu tengt,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í tilkynningu lögreglunnar á mánudag að lögreglan væri með meint kynferðisbrot í Hafnarfirði til rannsóknar. Tilkynning hafi borist lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Þrír hafi verið handteknir en svo sleppt eftir yfirheyrslu. Mennirnir eru allir þrír farnir frá landi með togaranum en hann sigldi á brott í gær. Grímur segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn sé í haldi vegna málsins. Vildi ekki tjá sig frekar Greint var frá því fyrr í dag að Frans Heilmann útgerðarstjóri Sigguk A/S, sem er undir hatti Polar Seafood, hafi sagt í grænlenskum miðlum að rannsókn lögreglu sneri að innbroti, ekki kynferðisbroti. „Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann fyrr í dag sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þrír liggja undir grun en eru líklegast komnir úr landi Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot. 10. júní 2024 11:29 Kynferðisbrot tengt Polar Nanoq og annað áhlaup á Grindavíkurveg Enginn er lengur í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. Þrír voru handteknir en öllum hefur verið sleppt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 9. júní 2024 11:49 Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
„Það sem við erum með rannsóknar er kynferðisbrot. Ég veit ekki til þess að það sé verið að rannsaka neitt innbrot sem er þessu tengt,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í tilkynningu lögreglunnar á mánudag að lögreglan væri með meint kynferðisbrot í Hafnarfirði til rannsóknar. Tilkynning hafi borist lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Þrír hafi verið handteknir en svo sleppt eftir yfirheyrslu. Mennirnir eru allir þrír farnir frá landi með togaranum en hann sigldi á brott í gær. Grímur segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn sé í haldi vegna málsins. Vildi ekki tjá sig frekar Greint var frá því fyrr í dag að Frans Heilmann útgerðarstjóri Sigguk A/S, sem er undir hatti Polar Seafood, hafi sagt í grænlenskum miðlum að rannsókn lögreglu sneri að innbroti, ekki kynferðisbroti. „Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann fyrr í dag sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þrír liggja undir grun en eru líklegast komnir úr landi Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot. 10. júní 2024 11:29 Kynferðisbrot tengt Polar Nanoq og annað áhlaup á Grindavíkurveg Enginn er lengur í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. Þrír voru handteknir en öllum hefur verið sleppt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 9. júní 2024 11:49 Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Þrír liggja undir grun en eru líklegast komnir úr landi Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot. 10. júní 2024 11:29
Kynferðisbrot tengt Polar Nanoq og annað áhlaup á Grindavíkurveg Enginn er lengur í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. Þrír voru handteknir en öllum hefur verið sleppt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 9. júní 2024 11:49
Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56
Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22