Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 14:01 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis í velferðarmálum og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Vísir Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira