Reynir við fyrsta Evrópumeistaratitilinn í áttunda sinn í sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 07:01 Mikkel Hansen fær einn lokaséns til að vinna Meistaradeild Evrópu. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Mikkel Hansen er að flestra mati einn besti handboltamaður sögunnar. Hann er líka einn sá sigursælasti, en honum hefur þó aldrei tekist að vinna stærsta tiltinn sem í boði er fyrir félagslið, Meistaradeild Evrópu. Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira