Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 13:01 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira