„Hver sofnaði á verðinum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:01 Ingibjörg Reynisdóttir (inni í hringnum) í góðra vina hópi í stúkunni í Laugardalslaug á sólrikum degi einhvern tímann í kringum árið 1987. Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“ Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“
Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01