Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2024 08:40 Einar Þorsteinsson, þá formaður borgarráðs, flaug í rafmagnsflugvélinni TF-KWH á flugsýningunni í fyrra. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16. Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18