Deildarstýri – deildarstýra – deildarstjóri Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:01 Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Íslensk tunga Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar