Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 11:50 Þorbjörg Sigríður sakar utanríkisráðherra og ríkisstjórn um hræsni. vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?