Notkun á TikTok og Snapchat dregst saman hjá níu til tólf ára börnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. júní 2024 08:01 99 prósent framhaldskólanema eiga sinn eigin farsíma og langflestir þátttakendur á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast sammála því að hafa mikið samband við vini sína á samfélagsmiðlum. Getty Hlutfall barna á aldrinum 9 til 12 ára sem nota samfélagsmiðlana TikTok og Snapchat lækkar töluvert frá árinu 2021. Youtube er algengasti samfélagsmiðillinn sem nemendur í 4. til 7. bekk nota en Google og Roblox koma þar á eftir. 99 prósent framhaldsskólanema eiga sinn eigin farsíma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára. Skýrslan er fyrsti hluti af sex og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Hátt hlutfall með eigin aðgang að samfélagsmiðlum þrátt fyrir aldurstakmark Árið 2021 sögðust um 60 prósent barna á aldrinum 9 til 12 ára nota Tiktok og Snapchat, en það hlutfall er nú 36 prósent fyrir TikTok og 41,5 prósent fyrir Snapchat. Fleiri stúlkur en strákar nota miðlana í þessum aldurshópi. 13 ára aldurstakmark er á báðum miðlum. Snapchat, Youtube og TikTok eru þeir miðlar sem flestir nemendur í 8.-10. bekk segjast nota. Heldur færri í þeim aldurshópi nota Roblox en í yngsta hópnum. Á framhaldsskólastigi eru Instagram, Snapchat og TikTok þeir miðlar sem flestir nemendur nefna. Youtube er sá netmiðill sem lendir í fjórða sæti. Meðal yngsta aldurshópsins (4.-7. bekk) er hátt hlutfall notenda Facebook, Instagram, Snapchat, TikTok og Youtube með sinn eigin aðgang á miðlunum þrátt fyrir að aldurstakmörk þeirra séu 13 ára. 99 prósent eiga farsíma Í skýrslunni kemur fram að hlutfall stráka og stelpna sem eiga sinn eigin farsíma er nokkuð jafnt. Mestur munur á snjalltækjaeign stráka og stelpna er eign á leikjatölvum en rúmlega helmingi fleiri strákar en stelpur segjast eiga sína eigin leikjatölvu. Þá er einnig hærra hlutfall stráka sem segjast eiga sitt eigið sjónvarp. Spjaldtölvueign er hins vegar örlítið algengari meðal stelpna en stráka. 99 prósent framhaldskólanema eiga sinn eigin farsíma og langflestir þátttakendur á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast sammála því að hafa mikið samband við vini sína á samfélagsmiðlum. Mikill meirihluti barna í grunnskólum á sinn eigin farsíma. Fjórðungur hefur notað ChatGPT til að leysa skólaverkefni Í könnunninni var spurt um þekkingu og notkun á snjallmenninu ChatGPT. Athygli vekur að mun fleiri strákar en stelpur þekkja til ChatGPT en munurinn minnkar með hækkandi aldri. Meðal nemenda á unglingastigi er 38 prósent munur á strákum og stelpum sem þekkja til snjallmennisins, þ.e. um sjö af tíu strákum þekkja til ChatGPT samanborið við þrjár af hverjum tíu stelpum. Í framhaldsskóla þekkja 90% stráka til snjallmennisins en tæpur helmingur þeirra (46%) segist hafa notað það til að leysa skólaverkefni. Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild. TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára. Skýrslan er fyrsti hluti af sex og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Hátt hlutfall með eigin aðgang að samfélagsmiðlum þrátt fyrir aldurstakmark Árið 2021 sögðust um 60 prósent barna á aldrinum 9 til 12 ára nota Tiktok og Snapchat, en það hlutfall er nú 36 prósent fyrir TikTok og 41,5 prósent fyrir Snapchat. Fleiri stúlkur en strákar nota miðlana í þessum aldurshópi. 13 ára aldurstakmark er á báðum miðlum. Snapchat, Youtube og TikTok eru þeir miðlar sem flestir nemendur í 8.-10. bekk segjast nota. Heldur færri í þeim aldurshópi nota Roblox en í yngsta hópnum. Á framhaldsskólastigi eru Instagram, Snapchat og TikTok þeir miðlar sem flestir nemendur nefna. Youtube er sá netmiðill sem lendir í fjórða sæti. Meðal yngsta aldurshópsins (4.-7. bekk) er hátt hlutfall notenda Facebook, Instagram, Snapchat, TikTok og Youtube með sinn eigin aðgang á miðlunum þrátt fyrir að aldurstakmörk þeirra séu 13 ára. 99 prósent eiga farsíma Í skýrslunni kemur fram að hlutfall stráka og stelpna sem eiga sinn eigin farsíma er nokkuð jafnt. Mestur munur á snjalltækjaeign stráka og stelpna er eign á leikjatölvum en rúmlega helmingi fleiri strákar en stelpur segjast eiga sína eigin leikjatölvu. Þá er einnig hærra hlutfall stráka sem segjast eiga sitt eigið sjónvarp. Spjaldtölvueign er hins vegar örlítið algengari meðal stelpna en stráka. 99 prósent framhaldskólanema eiga sinn eigin farsíma og langflestir þátttakendur á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast sammála því að hafa mikið samband við vini sína á samfélagsmiðlum. Mikill meirihluti barna í grunnskólum á sinn eigin farsíma. Fjórðungur hefur notað ChatGPT til að leysa skólaverkefni Í könnunninni var spurt um þekkingu og notkun á snjallmenninu ChatGPT. Athygli vekur að mun fleiri strákar en stelpur þekkja til ChatGPT en munurinn minnkar með hækkandi aldri. Meðal nemenda á unglingastigi er 38 prósent munur á strákum og stelpum sem þekkja til snjallmennisins, þ.e. um sjö af tíu strákum þekkja til ChatGPT samanborið við þrjár af hverjum tíu stelpum. Í framhaldsskóla þekkja 90% stráka til snjallmennisins en tæpur helmingur þeirra (46%) segist hafa notað það til að leysa skólaverkefni. Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild.
TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira