VG geti ekki gefið meiri afslátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2024 13:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna og fulltrúi flokksins í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira