Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 TikTok-myndbönd úr kosningaherferð Höllu hlaupa á tugþúsundum áhorfa. TikTok Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira