Stóru fjölmiðlarnir töpuðu kosningunum Sverrir Björnsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun