Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 00:14 Mótmælandi í Tel Aviv óskar eftir frelsun gíslanna AP Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44