„Hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 09:31 Andrea Kolbeinsdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson fagna góðum degi eftir hlaupið. Instagram/@sigurjonernir Ísland var í efri hlutanum í bæði karla- og kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Annecy í Frakklandi sem fór fram í gær. Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira