Segir klútabyltinguna vera hafna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Halla smellir kossi á eiginmann sinn Björn Skúlason á ritstjórn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar áður en hún mætti í kosningasjónvarpið. Vísir/Vilhelm „Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki. „Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira