Barnapíu á Bessastaði! Karl Sigurðsson skrifar 31. maí 2024 07:31 Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar