Síðasti séns Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:45 Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar