Red Bull ryður sér til rúms í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 15:45 Treyja Leeds United mun bera merki Red Bull á næsta tímabili. Getty/Visionhaus Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur gengið frá minnihlutakaupum í enska knattspyrnufélaginu Leeds United. Nafn og einkennismerki félagsins mun þó haldast óbreytt. Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira
Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira