„Annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 10:30 Argentínska landsliðið var með á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi árið 2023. Getty/Jose Breton Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta voru spurðar út í fjarveru liðsfélaga sinna þegar vængbrotið landslið þeirra kom saman í gær. Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova. Argentína Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova.
Argentína Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira