Baldur í stóru og smáu Kristín Kristinsdóttir skrifar 30. maí 2024 10:01 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar