Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 14:04 Afturelding hefur fjórum sinnum lotið lægra haldi í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir / Anton Brink FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FH. Afturelding vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika en síðan hefur FH unnið tvo leiki í röð með minnsta mögulega mun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega nokkuð súr eftir seinna tapið en var staðráðinn í að vinna næsta leik, sem fer fram klukkan 19:40 í kvöld við Varmá í Mosfellsbæ. Langt síðan síðast Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum, en það ár vann Afturelding einnig úrslitaleik liðanna í bikarnum sem og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið var eftirminnilegt fyrir Aftureldingu sem vann í raun þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 15. febrúar 1999. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 26. apríl 1999 Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp er FH í sjöunda sinn að leika úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018. Myndasyrpu frá Íslandsmeistarafögnuði FH árið 2011 má sjá hér fyrir neðan. Bæði lið eiga því harma að hefna eftir töp í síðustu tveimur úrslitaviðureignum sínum. Tvöfalda tapið árið 1999 situr vafalaust ennþá í FH sem vill ganga frá einvíginu í kvöld en Afturelding þarf að vinna næstu tvo leiki til að hampa titlinum. Leikur Aftureldingar og FH hefst klukkan 19:40 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem fer í loftið 19:00. FH Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FH. Afturelding vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika en síðan hefur FH unnið tvo leiki í röð með minnsta mögulega mun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega nokkuð súr eftir seinna tapið en var staðráðinn í að vinna næsta leik, sem fer fram klukkan 19:40 í kvöld við Varmá í Mosfellsbæ. Langt síðan síðast Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum, en það ár vann Afturelding einnig úrslitaleik liðanna í bikarnum sem og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið var eftirminnilegt fyrir Aftureldingu sem vann í raun þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 15. febrúar 1999. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 26. apríl 1999 Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp er FH í sjöunda sinn að leika úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018. Myndasyrpu frá Íslandsmeistarafögnuði FH árið 2011 má sjá hér fyrir neðan. Bæði lið eiga því harma að hefna eftir töp í síðustu tveimur úrslitaviðureignum sínum. Tvöfalda tapið árið 1999 situr vafalaust ennþá í FH sem vill ganga frá einvíginu í kvöld en Afturelding þarf að vinna næstu tvo leiki til að hampa titlinum. Leikur Aftureldingar og FH hefst klukkan 19:40 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem fer í loftið 19:00.
FH Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira