Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta 30. maí 2024 07:02 Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar