Fjöldi fótboltafólks sýnir Palestínu stuðning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Heimsmeistarinn Aitana Bonmatí, og Evrópumeistari með Barcelona, hefur deilt myndinni sem sjá má fyrir miðju á samfélagsmiðlum sínum. Sömu sögu er að segja af Rafael Leão, stórstjörnu AC Milan. Vísir/Getty Images Eftir hryllinginn í Rafah-borg á Gasaströndinni í Palestínu virðist mörgum fyrr- og núverandi fótboltafólki vera ofboðið. Mörg þeirra hafa birt mynd á samfélagsmiðlum sínum til stuðnings Rafah en aðrir hafa gengið enn lengra og fordæmt voðaverk Ísraelshers á svæðinu. Á sunnudag lést fjöldi Palestínumanna, þar á meðal konur og börn, þegar Ísraelsher gerði loftáráris með þeim afleiðingum að það kviknaði í flóttamannabúðum á svæðinu og fólk brann lifandi. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Svæðið áti að vera svokallað „mannúðarsvæði“ en Ísraelsher hefur beint fólki á svæðið með því loforði að það yrði ekki gerð árás á það. Það loforð reyndist innantómt miðað við þann hrylling sem hefur geisað á svæðinu síðustu daga. Þá fóru skriðdrekar Ísraelshers inn á svæðið í gær, þriðjudag. Einn af þeim skriðdrekum sem réðst inn í Rafah í dag.AP/LEO CORREA Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Sjá einnig: „Við höfum ekkert“ Meðal fótboltamanna sem hafa deilt myndinni sem sjá má hér að neðan eða þá öðrum skilaboðum þar sem fjöldamorð Ísraelshers eru fordæmd eru: William Saliba, miðvörður Arsenal Rafael Leão, sóknarmaður AC Milan Nicolas Jackson, framherji Chelsea Jules Koundé, varnarmaður Barcelona Hakim Ziyech, miðjumaður Galatasaray Ousmane Dembélé, framherji París Saint-Germain Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool Marcus Thuram, sóknarmaður Inter Milan Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona Leah Williamson, miðvörður Arsenal Lucy Bronze, bakvörður Barcelona Dayot Upamecano, miðvörður Bayern München Gianluca Scamacca, framherji Atalanta Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Þá hefur David Beckham, núverandi sendiherra UNICEF og fyrrverandi leikmaður Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins þar sem hann var lengi vel fyrirliði, nýtt mátt sinn á samfélagsmiðlum til að deila færslu hjálparsamtakanna UNICEF. Deildi hann færslu UNICEF sem sjá má hér að neðan. Þar er hryllingnum á Rafah lýst, kallað eftir vopnahléi, að gíslum verði sleppt og glórulausum morðum á börnum verði hætt. View this post on Instagram A post shared by UNICEF (@unicef) Þá hefur Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, verið duglegur að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. Hann birti nokkrar spurningar í formi ljóðs á Instagram-síðu sinni. Eric Cantona „Er einhver eftir til að verja þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem fordæmir ekki þessa glæpamenn? Eru enn ríki sem vopna þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem myndi ekki kalla þetta þjóðarmorð? Er einhver eftir sem myndi ekki fella tár yfir þessum hrylling?“ Hvort við sjáum fleira íþróttafólk stíga upp og tjá sig um málefni Palestínu verður að koma í ljós en það verður forvitnilegt að sjá hvort liðin sem höfðu hvað hæst á HM í Katar geri slíkt hið sama á EM í ár. Fótbolti Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Mörg þeirra hafa birt mynd á samfélagsmiðlum sínum til stuðnings Rafah en aðrir hafa gengið enn lengra og fordæmt voðaverk Ísraelshers á svæðinu. Á sunnudag lést fjöldi Palestínumanna, þar á meðal konur og börn, þegar Ísraelsher gerði loftáráris með þeim afleiðingum að það kviknaði í flóttamannabúðum á svæðinu og fólk brann lifandi. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Svæðið áti að vera svokallað „mannúðarsvæði“ en Ísraelsher hefur beint fólki á svæðið með því loforði að það yrði ekki gerð árás á það. Það loforð reyndist innantómt miðað við þann hrylling sem hefur geisað á svæðinu síðustu daga. Þá fóru skriðdrekar Ísraelshers inn á svæðið í gær, þriðjudag. Einn af þeim skriðdrekum sem réðst inn í Rafah í dag.AP/LEO CORREA Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Sjá einnig: „Við höfum ekkert“ Meðal fótboltamanna sem hafa deilt myndinni sem sjá má hér að neðan eða þá öðrum skilaboðum þar sem fjöldamorð Ísraelshers eru fordæmd eru: William Saliba, miðvörður Arsenal Rafael Leão, sóknarmaður AC Milan Nicolas Jackson, framherji Chelsea Jules Koundé, varnarmaður Barcelona Hakim Ziyech, miðjumaður Galatasaray Ousmane Dembélé, framherji París Saint-Germain Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool Marcus Thuram, sóknarmaður Inter Milan Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona Leah Williamson, miðvörður Arsenal Lucy Bronze, bakvörður Barcelona Dayot Upamecano, miðvörður Bayern München Gianluca Scamacca, framherji Atalanta Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Þá hefur David Beckham, núverandi sendiherra UNICEF og fyrrverandi leikmaður Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins þar sem hann var lengi vel fyrirliði, nýtt mátt sinn á samfélagsmiðlum til að deila færslu hjálparsamtakanna UNICEF. Deildi hann færslu UNICEF sem sjá má hér að neðan. Þar er hryllingnum á Rafah lýst, kallað eftir vopnahléi, að gíslum verði sleppt og glórulausum morðum á börnum verði hætt. View this post on Instagram A post shared by UNICEF (@unicef) Þá hefur Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, verið duglegur að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. Hann birti nokkrar spurningar í formi ljóðs á Instagram-síðu sinni. Eric Cantona „Er einhver eftir til að verja þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem fordæmir ekki þessa glæpamenn? Eru enn ríki sem vopna þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem myndi ekki kalla þetta þjóðarmorð? Er einhver eftir sem myndi ekki fella tár yfir þessum hrylling?“ Hvort við sjáum fleira íþróttafólk stíga upp og tjá sig um málefni Palestínu verður að koma í ljós en það verður forvitnilegt að sjá hvort liðin sem höfðu hvað hæst á HM í Katar geri slíkt hið sama á EM í ár.
Fótbolti Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira