Hver á að vera minn forseti? Auður Aþena Einarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:00 Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi.