Kraftaverkamaðurinn Emery framlengir á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 17:30 Unai Emery gat leyft sér fagna í kvöld. James Gil/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, hefur verið verðlaunaður fyrir að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann skrifaði í dag undir glænýjan fimm ára samning. Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira