Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 14:31 Mikill eldur kviknaði í búðunum og vitni segja sprengjubrotum hafa rignt þar yfir. AP/Jehad Alshrafi Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Rúmlega helmingur hinna látnu er sagður vera konur, börn og gamalmenni. Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa gagnrýnt árásirnar harðlega í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Ísraelar þyrftu að hætta hernaði sínum í Rafah. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að árásir sem þessar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Ísraela og til langs tíma. Hann sagði Ísraela vera að dreifa hatri sem muni festa rætur og hafa afleiðingar fyrir börn þeirra og barnabörn. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, og Josep Borell, yfirmaður utanríkismála hjá ESB, slógu á svipaða strengi og hafa kallað eftir því að Ísraelar fylgi skipunum Alþjóðasakamáladómstólsins. Sjá einnig: Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Hamas-liðar skutu eldflaugum að Tel Aviv, frá Rafa, fyrr um daginn. Forsvarsmenn ísraelska hersins halda því enn fram að árásirnar hafi verið gerðar á bækistöð Hamas-samtakanna og að tveir af leiðtogum þeirra hafi verið felldir. Þeir segja að verið sé að rannsaka yfirlýsingar um dauðsföll óbreyttra borgara. Áður en árásirnar voru gerðar var það metið svo að engir óbreyttir borgarar ættu að falla í árásunum. Herinn hefur sagt, samkvæmt Reuters, að Hamas-liðar hefðu mögulega kveikt eld sem hefði banað fólkinu í tjaldbúðunum. Í nýlegri yfirlýsingu frá hernum segir að árásirnar hafi ekki verið gerðar á svæði sem hafi áður verið skilgreint sem öruggt svæði fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraela á Gasaströndina. Last night, the @IAFsite carried out an intelligence-based precise strike that targeted senior Hamas terrorists in Tal as Sultan.Contrary to Hamas' lies and misinformation, the strike did not take place in the Al-Mawasi Humanitarian Area.This is the area where the strike… pic.twitter.com/IiyOdnQfx9— Israel Defense Forces (@IDF) May 27, 2024 AP fréttaveitan segir að heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segir nú að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Í samtali við Reuters segir fólk sem lifið eldhafið af að þau hafi verið að fara að sofa þegar loftárásirnar voru gerðar. Ein kona sagði að fyrst hefðu þau heyrt háværar sprengingar og svo hafi eldar logað alls staðar í kringum þau. „Öll börnin byrjuðu að öskra. Hljóðið var ógnvænlegt,“ sagði Umm Mohamed Al-Attar. Hún sagði sprengjubrotum hafa rignt yfir tjaldbúðirnar. Einn maður sem ræddi við blaðamann AP og kom að björgunarstöfum í tjaldbúðunum sagði eldhafið hafa verið ótrúlegt. Fólk hefi verið dregið úr búðunum í hræðilegu ástandi. „Við tókum út börn sem voru í bútum. Við tókum út ungt og eldra fólk,“ sagði Mohammed Abuassa. Rafah er syðsta borg Gasastrandar en nærri því helmingur rúmlega tveggja milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið þangað á undanförnum mánuðum. Hundruð þúsunda hafa svo flúði borgina á undanförnum vikum, eftir að árásir Ísraela hófust þar, en hundruð þúsunda eru þó þar enn og búa við mjög slæmar aðstæður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Rúmlega helmingur hinna látnu er sagður vera konur, börn og gamalmenni. Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa gagnrýnt árásirnar harðlega í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Ísraelar þyrftu að hætta hernaði sínum í Rafah. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að árásir sem þessar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Ísraela og til langs tíma. Hann sagði Ísraela vera að dreifa hatri sem muni festa rætur og hafa afleiðingar fyrir börn þeirra og barnabörn. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, og Josep Borell, yfirmaður utanríkismála hjá ESB, slógu á svipaða strengi og hafa kallað eftir því að Ísraelar fylgi skipunum Alþjóðasakamáladómstólsins. Sjá einnig: Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Hamas-liðar skutu eldflaugum að Tel Aviv, frá Rafa, fyrr um daginn. Forsvarsmenn ísraelska hersins halda því enn fram að árásirnar hafi verið gerðar á bækistöð Hamas-samtakanna og að tveir af leiðtogum þeirra hafi verið felldir. Þeir segja að verið sé að rannsaka yfirlýsingar um dauðsföll óbreyttra borgara. Áður en árásirnar voru gerðar var það metið svo að engir óbreyttir borgarar ættu að falla í árásunum. Herinn hefur sagt, samkvæmt Reuters, að Hamas-liðar hefðu mögulega kveikt eld sem hefði banað fólkinu í tjaldbúðunum. Í nýlegri yfirlýsingu frá hernum segir að árásirnar hafi ekki verið gerðar á svæði sem hafi áður verið skilgreint sem öruggt svæði fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraela á Gasaströndina. Last night, the @IAFsite carried out an intelligence-based precise strike that targeted senior Hamas terrorists in Tal as Sultan.Contrary to Hamas' lies and misinformation, the strike did not take place in the Al-Mawasi Humanitarian Area.This is the area where the strike… pic.twitter.com/IiyOdnQfx9— Israel Defense Forces (@IDF) May 27, 2024 AP fréttaveitan segir að heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segir nú að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Í samtali við Reuters segir fólk sem lifið eldhafið af að þau hafi verið að fara að sofa þegar loftárásirnar voru gerðar. Ein kona sagði að fyrst hefðu þau heyrt háværar sprengingar og svo hafi eldar logað alls staðar í kringum þau. „Öll börnin byrjuðu að öskra. Hljóðið var ógnvænlegt,“ sagði Umm Mohamed Al-Attar. Hún sagði sprengjubrotum hafa rignt yfir tjaldbúðirnar. Einn maður sem ræddi við blaðamann AP og kom að björgunarstöfum í tjaldbúðunum sagði eldhafið hafa verið ótrúlegt. Fólk hefi verið dregið úr búðunum í hræðilegu ástandi. „Við tókum út börn sem voru í bútum. Við tókum út ungt og eldra fólk,“ sagði Mohammed Abuassa. Rafah er syðsta borg Gasastrandar en nærri því helmingur rúmlega tveggja milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið þangað á undanförnum mánuðum. Hundruð þúsunda hafa svo flúði borgina á undanförnum vikum, eftir að árásir Ísraela hófust þar, en hundruð þúsunda eru þó þar enn og búa við mjög slæmar aðstæður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent