Kjósum forseta sem við treystum Ingileif Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:16 Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun