Það skiptir máli hver er forseti landsins Unnar Geir Unnarsson skrifar 27. maí 2024 14:01 Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar