Ástþór eyðir langmestu Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 12:14 Ástþór sýnir Ásdísi Rán bókina góðu. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira