Sameiningaraflið Katrín Jakobsdóttir Kári Bjarnason skrifar 25. maí 2024 13:00 Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar