Líklega síðasta veðurviðvörunin í bili Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 07:30 Það gæti orðið nokkuð hlýtt fyrir norðan í dag. Vísir/Arnar Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. „Vindurinn er núna eiginlega alveg bundinn við Reykjanes og Snæfellsnes, annars er orðinn hægur vindur og mjög fínt veður,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir viðvörunina hanga inni á Snæfellsnesi því þar verði hvasst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eigi að lægja hægt og rólega. Er þetta þá búið í bili? „Já, ég held það verði smá stund í það að það verði sendar aftur út viðvaranir. En það má samt hafa það í huga að þröskuldurinn á þessum árstíma er ofurlítið lægri vegna húsbíla og annarra sem eru komnir á ferðina. Það er þannig út ágúst og þá er mest verið að passa upp á þessa bíla, þeir taka á sig það mikinn vind og eru léttir. Þá er hægt að draga úr líkum á því að fólk stefni sér í voða. En þessi lægð, miðað við vindhraða, hefði alltaf orðið gul viðvörun.“ Allt að 20 stiga hiti Samkvæmt veðurspá verður svo í dag skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítils háttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að víðast hvar á landinu er greiðfært en þó víða varað við slæmu ásigkomulagi vega. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil. Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
„Vindurinn er núna eiginlega alveg bundinn við Reykjanes og Snæfellsnes, annars er orðinn hægur vindur og mjög fínt veður,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir viðvörunina hanga inni á Snæfellsnesi því þar verði hvasst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eigi að lægja hægt og rólega. Er þetta þá búið í bili? „Já, ég held það verði smá stund í það að það verði sendar aftur út viðvaranir. En það má samt hafa það í huga að þröskuldurinn á þessum árstíma er ofurlítið lægri vegna húsbíla og annarra sem eru komnir á ferðina. Það er þannig út ágúst og þá er mest verið að passa upp á þessa bíla, þeir taka á sig það mikinn vind og eru léttir. Þá er hægt að draga úr líkum á því að fólk stefni sér í voða. En þessi lægð, miðað við vindhraða, hefði alltaf orðið gul viðvörun.“ Allt að 20 stiga hiti Samkvæmt veðurspá verður svo í dag skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítils háttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að víðast hvar á landinu er greiðfært en þó víða varað við slæmu ásigkomulagi vega. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil.
Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira