Líklega síðasta veðurviðvörunin í bili Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 07:30 Það gæti orðið nokkuð hlýtt fyrir norðan í dag. Vísir/Arnar Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. „Vindurinn er núna eiginlega alveg bundinn við Reykjanes og Snæfellsnes, annars er orðinn hægur vindur og mjög fínt veður,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir viðvörunina hanga inni á Snæfellsnesi því þar verði hvasst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eigi að lægja hægt og rólega. Er þetta þá búið í bili? „Já, ég held það verði smá stund í það að það verði sendar aftur út viðvaranir. En það má samt hafa það í huga að þröskuldurinn á þessum árstíma er ofurlítið lægri vegna húsbíla og annarra sem eru komnir á ferðina. Það er þannig út ágúst og þá er mest verið að passa upp á þessa bíla, þeir taka á sig það mikinn vind og eru léttir. Þá er hægt að draga úr líkum á því að fólk stefni sér í voða. En þessi lægð, miðað við vindhraða, hefði alltaf orðið gul viðvörun.“ Allt að 20 stiga hiti Samkvæmt veðurspá verður svo í dag skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítils háttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að víðast hvar á landinu er greiðfært en þó víða varað við slæmu ásigkomulagi vega. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil. Veður Færð á vegum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Sjá meira
„Vindurinn er núna eiginlega alveg bundinn við Reykjanes og Snæfellsnes, annars er orðinn hægur vindur og mjög fínt veður,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir viðvörunina hanga inni á Snæfellsnesi því þar verði hvasst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eigi að lægja hægt og rólega. Er þetta þá búið í bili? „Já, ég held það verði smá stund í það að það verði sendar aftur út viðvaranir. En það má samt hafa það í huga að þröskuldurinn á þessum árstíma er ofurlítið lægri vegna húsbíla og annarra sem eru komnir á ferðina. Það er þannig út ágúst og þá er mest verið að passa upp á þessa bíla, þeir taka á sig það mikinn vind og eru léttir. Þá er hægt að draga úr líkum á því að fólk stefni sér í voða. En þessi lægð, miðað við vindhraða, hefði alltaf orðið gul viðvörun.“ Allt að 20 stiga hiti Samkvæmt veðurspá verður svo í dag skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítils háttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að víðast hvar á landinu er greiðfært en þó víða varað við slæmu ásigkomulagi vega. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil.
Veður Færð á vegum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Sjá meira