Mikill harmleikur en skýrir farvegir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 19:07 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mál Winterar Ivý, sem lést sjö vikna gömul eftir heimsókn á sjúkrahús, harmleik. Skýrir farvegir séu fyrir mál sem hennar. Vísir Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur. Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03
Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08