Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:00 Mahomes tekur ekki undir ummæli samherja síns. Tim Heitman/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu. NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu.
NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira