Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:00 Mahomes tekur ekki undir ummæli samherja síns. Tim Heitman/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu. NFL Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu.
NFL Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira