Hendrik Hermannsson bráðkvaddur Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 11:50 Hendrik var sannkallaður gleðigjafi, veitingamaður af guðs náð og var brjálað að gera hjá honum. Hendrik hneig niður á mánudaginn og var þá allur. aðsend Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu. Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000. Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000.
Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24