Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 12:01 Hvalavinir hafa ekki fengið veður af því að menn hafi verið ráðnir til Hvals hf. fyrir sumarvertíðina. Vísir/Arnar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34