Sameiningartákn á tímum sundrungar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2024 07:45 Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi.