Fararheill til Bessastaða Ynda Eldborg skrifar 21. maí 2024 00:00 Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun